Vefþjóðviljinn 107. tbl. 17. árg.
Rætt var við Guðmund Steingrímsson formann Bjartrar framtíðar í forystuviðtali Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Meðal þess sem bar á góma voru markmið, fókus og stjórnmálakúltúrinn.
Guðmundur fullyrti einnig að nú væru í fyrsta sinn í boði tveir flokkar sem vildu reyna við aðild að Evrópusambandinu.
Fyrir síðustu kosningar var Samfylkingin sem fyrr eindregið þeirrar skoðunar að sækja um aðild. Landsfundur Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti sömuleiðis að sækja skyldi um aðild að Evrópusambandinu. Og með þá stefnu fór Framsóknarflokkurinn í síðustu þingkosningar.
Um þessa stefnu sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið í janúar 2009:
Ég er mjög sáttur enda voru tillögur mínar um breytingar samþykktar.
Þessu hafa sjálfsagt ýmsir gleymt, jafnvel viðstaddir menn á leið á þing fyrir Framsóknarflokkinn.
En þetta þýðir um leið að það er aðeins einn flokkur eftir á Alþingi Íslendinga sem hefur hvorki samþykkt að sækja um aðild að ESB né beinlínis átt þátt í því. Eins og nafnið bendir til.