Vefþjóðviljinn 107. tbl. 17. árg.
Sumir halda að Ísland eigi nú í mikilvægum og spennandi „samningaviðræðum“ um aðild að Evrópusambandinu. Engin skynsemi sé í öðru en að „klára viðræðurnar“ og „sjá hvað kemur út úr samningunum“.
Þetta er blekking.
En Evrópusambandið hefur engan blekkt. Það reynir ekki að fela hvers konar viðræður eru í raun í gangi.
„Samningaviðræðurnar“ snúast í raun um það hvernig Ísland innleiðir 90.000 blaðsíður af óumsemjanlegum reglum og tilskipunum.
Það eru nú allar „viðræðurnar“ sem sumir vilja „ljúka“.