Um Andríki

Andríki var stofnað árið 1995. Félaginu er ætlað að kynna frjálslyndar stjórnmálahugmyndir með útgáfu og öðru starfi. Hinn 24. janúar 1997 hóf félagið daglega útgáfu á vef sínum undir nafninu Vefþjóðviljinn sem síðan hefur verið hryggjarstykkið í starfi félagsins. Hin daglega útgáfa stóð til 24. janúar 2017 er útgáfan varð óregluleg. Þægilegast er að fylgjast með útgáfunni með því að fylgja síðu hennar á Facebook.

Andríki er áhugamannafélag. Félagið fjármagnar starfsemi sína, útgáfu, þýðingar, gerð viðhorfskannana, auglýsingar og rekstur á vef, með frjálsum framlögum. Margir hafa styrkt félagið mánaðarlega frá fyrstu útgáfudögum Vefþjóðviljans.

Með ritstjórn á vef félagsins fara nú: Glúmur Björnsson, Hörður H. Helgason og Þorsteinn Arnalds.

Hafa má samband við félagið í netfang þess andriki[hjá]andriki.is og í síma 551 7500 á skrifstofutíma.