Ekki sama hver flaggar

Á félagsfundum VG er skreytt með hamri og sigð og forystumenn flokksins settir í gervi kommúnískra byltingarforingja til fjáröflunar fyrir málstaðinn.

Íbúum við Hraunbæ brá í brún á dögunum þegar fána þjóðernissósíalista var flaggað í stofuglugga í götunni. Málið hefur að sögn íbúa í húsinu sem um ræðir verið tilkynnt til lögreglu.

En það er minni nýlunda en ætla mætti að merkjum kúgunar og mannhaturs sé flaggað hér á landi.

Á fundum hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði eru til að mynda boðnar tertur, sem gjaldkerinn bakar, skreyttar með hamri og sigð. Þá er fáni Sovétríkjanna sömuleiðis dreginn að húni á fundum. Flokkurinn selur einnig boli með forystumönnum sínum í gervi marxískra byltingarmanna.

murinnÞegar vinstri grænir héldu úti vefriti var það nefnt eftir helsta tákninu um kúgunina í Austur-Evrópu á síðari hluta 20. aldar.

Til að verkin séu sem merkin gengu forystumenn VG svo hart fram í því fyrir nokkrum árum að koma pólitískum andstæðingum sínum í fangelsi.

Eru ekki örugglega allir búnir að fara á námskeið VG um hatursorðræðu?