Lífslíkur lækkuðu mest á Íslandi í faraldrinum

Tölur Eurostat benda til að Ísland hafi farið verst Evrópuþjóða út úr sóttvarnaaðgerðum.

Eurostat gaf nýlega út mat sitt á lífslíkum í Evrópulöndum fyrir árið 2023. Lífslíkur eða meðalævilengd er ólifuð meðalævi við fæðingu. Um leið gerði stofnunin grein fyrir breytingum á  lífslíkum frá því fyrir faraldur og fram á árið 2023.

Samkvæmt mati stofnunarinnar lækkuðu lífslíkur Íslendinga mest allra Evrópuþjóða frá 2019 til 2023. Lífslíkur flestra þjóða hækkuðu á þessu tímabili en Ísland er í hópi nokkurra ríkja þar sem þær lækkuðu.

Image

En hvað þýðir það að lífslíkur hafi lækkað mest á Íslandi í faraldrinum?

Hagstofa Íslands fjallaði um breytingar á lífslíkum pistli á vef sínum í maí í fyrra þegar tölur fyrir 2022 lágu fyrir. Þar sagði hagstofan að út frá tölunum mætti gera „tilraun til meta þau áhrif sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á dánartíðni, og þar með ævilengd“. Svo sagði:

Það land sem samkvæmt þessum mælikvarða virðist hafa farið best út úr faraldrinum er Noregur en þar jókst ævilengdin á milli áranna 2019 og 2021 um 0,2 ár.

Hagstofan taldi þannig að breytingar á ævilengd mætti nota sem mælikvarða á afdrif þjóða í faraldrinum.

Miðað við þessa túlkun hagstofunnar og nýjustu tölur Eurostat er hægt að komast að annarri niðurstöðu nú en að Ísland hafi farið verst Evrópuríkja út úr faraldrinum og aðgerðum stjórnvalda í nafni sóttvarna?