Skuldsettu okkur um þúsund milljarða

Vaxtakostnaður er orðinn einn stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs

Skuldir ríkissjóðs Íslands hækkuðu um þúsund milljarða króna á árunum 2019 – 2024.  Þær fóru úr 800 milljörðum í 1.800 milljarða króna á þessum 5 árum.

Hvert mannsbarn greiðir nú um 300 þúsund krónur á ári í skatta til að standa undir vaxtakostnaði ríkissjóðs.

Vaxtagjöld ríkissjóð eru þar með orðin einn stærsti útgjaldaliður ríkisins. Vaxtagjöldin eru komin upp að hlið útgjalda ríkissjóðs í örorkulífseyriskerfinu og til málefna aldraðra. Það eru veruleg vonbrigði að horfa á eftir svo háum fjárhæðum út um gluggann.

Heimild: hagvisar.sedlabanki.is

Já og vel að merkja: Þessi skuldasöfnun hófst fyrir faraldur og hefur haldið áfram eftir að honum lauk. Fyrirtæki og heimili veltast um í kjölsoginu af þessari eyðslustefnu, í verðbólgu og háum vöxtum.