Miðvikudagur 17. apríl 2013

Vefþjóðviljinn 107. tbl. 17. árg.

Fyrir síðustu kosningar var það stefna Framsóknarflokksins að sækja um aðild að ESB.
Fyrir síðustu kosningar var það stefna Framsóknarflokksins að sækja um aðild að ESB.

Rætt var við Guðmund Steingrímsson formann Bjartrar framtíðar í forystuviðtali Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Meðal þess sem bar á góma voru markmið, fókus og stjórnmálakúltúrinn. 

Guðmundur fullyrti einnig að nú væru í fyrsta sinn í boði tveir flokkar sem vildu reyna við aðild að Evrópusambandinu. 

Fyrir síðustu kosningar var Samfylkingin sem fyrr eindregið þeirrar skoðunar að sækja um aðild. Landsfundur Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti  sömuleiðis að sækja skyldi um aðild að Evrópusambandinu. Og með þá stefnu fór Framsóknarflokkurinn í síðustu þingkosningar. 

Um þessa stefnu sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali við Fréttablaðið í janúar 2009: 

Ég er mjög sáttur enda voru tillögur mínar um breytingar samþykktar.

Þessu hafa sjálfsagt ýmsir gleymt, jafnvel viðstaddir menn á leið á þing fyrir Framsóknarflokkinn.

En þetta þýðir um leið að það er aðeins einn flokkur eftir á Alþingi Íslendinga sem hefur hvorki samþykkt að sækja um aðild að ESB né beinlínis átt þátt í því. Eins og nafnið bendir til.

Frétt Viðskiptablaðsins af ESB atlotum Framsóknarflokksins.
Frétt Viðskiptablaðsins af ESB atlotum Framsóknarflokksins.