Þriðjudagur 16. apríl 2013

Vefþjóðviljinn 106. tbl. 17. árg.

Skattahækkanir og skuldasöfnun hafa ekki reynst góð ráð gegn kreppunni.
Skattahækkanir og skuldasöfnun hafa ekki reynst góð ráð gegn kreppunni.

Ragnar Árnason prófessor í hagfræði hefur að undanförnu bent á hvernig skattahækkanir  hafi lengt í kreppunni. Hann gerði til að mynda ágæta grein fyrir þessu í þættinum Stóru málin sem Stöð 2 sýndi nýlega. 

Í Morgunblaðinu í dag segir Ragnar um ástæður þess að þjóðarskútan hefur ekki komist á réttan kjöl:

Allt stafar þetta af rangri efnahagsstefnu í kjölfar hrunsins. Sú efnahagsstefna einkennist af miklum skattahækkunum, gríðarlegri opinberri eyðslu, miðstýringaráráttu, gjaldeyrishömlum og almennri haftatrú, árásum á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og almennri andúð á einkaframtaki og framleiðslustarfsemi.

Það liggur í augum uppi að vinstristefna skattahækkana og andúðar á einkaframtaki hefur gert mörgum manninum erfiðara að ná endum saman og standa undir afborgunum lána.

Með lækkun skatta eykst ávinningur manna hins vegar af því að iðja og starfa.

Er ekki meginmálið að hér verði til aukin verðmæti við hagfelld skilyrði?