Áfram

Mynd: Yadid Levy / Norden.org.

Í byrjun síðustu aldar var Ísland undir fjarlægu valdi og eitt fátækasta ríki Evrópu.

Eftir nokkrar vikur rennur hins vegar upp hundraðasta ár fullveldis landsins. Ef ekkert óvænt gerist á næstunni ljúka Íslendingar við að fylla hundraðið sem ein efnaðasta þjóð álfunnar og þar með sögunnar.

En er þessum miklu gæðum ekki misskipt? Sjálfsagt er og verður alltaf hægt halda því fram – en þegar Ísland er borið saman við önnur lönd kemur í ljós að hagur manna er hvergi jafnari en hér. Bæði tekjur og eignir skiptast jafnar á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum.

Og Íslendingar hafa að mörgu leyti nýtt hagsæld sína skynsamlega. Hér virkar flest sem máli skiptir með ágætum þótt fólkið sé fátt sem deilir kostnaði við innviði í stóru landi.

Í alþjóðlegum samanburði er Ísland til dæmis með eina bestu heilbrigðisþjónustu í heimi. Sú staðreynd ásamt því að umhverfisgæði eru óvíða meiri leiðir til þess að Íslendingar eru geta vænst þess að lifa lengur og betur en flestar aðrar þjóðir og tróna á toppi heilsulista Sameinuðu þjóðanna.

Hér hefur endurnýjanleg orka verið beisluð þannig að hvergi er hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hærra.

Fiskistofnanir við landið eru nýttir með hagkvæmum og sjálfbærum hætti .

Hvergi er jafnrétti kynjanna talið meira en hér í þessu litla sjálfstæða ríki.

Hér er næga vinnu að fá og meðallaun eru með þeim hæstu í heimi.

Ekkert af þessu er sjálfgefið.

Það er því ósk þessa litla vefrits að Íslendingar haldi í áfram á sömu braut. Njóti áfram stjórnarskrár lýðveldisins sem sett hefur valdhöfum góðar skorður. Haldi áfram sjálfir á sínum málum. Treysti áfram á frjálsa verslun og frjálst framtak einstaklinganna til að renna enn frekari stoðum undir hið góða þjóðfélag.