Léleg sorphirða bætir hag holræsarottunnar

Hefur sú spá ræst að þegar borgin hætti að sinna sorphirðu með sómasamlegum hætti myndu matarafgangar finna sér aðra leið frá heimilum? Mynd: Shutterstok/Tolikoff Photography.

Fyrir 10 árum var því spáð hér á þessum vettvangi að kröfur um sorpflokkun og léleg sorphirða sem henni fylgir í Reykjavík og víðar myndu leiða til þess að menn fengju sér sorpkvarnir í eldhúsvaska til að losa sig við matarleifar. Fólk myndi meta þessa krókaleið betri kost fyrir afganga en að reyna að stafla þeim ofan á yfirfullar sorptunnur með þeim sóðaskap sem því fylgir.

Þegar kvarnirnar verða komnar á fullt geta umhverfissinnar þakkað sér að hafa bætt lífsskilyrði íslensku holræsarottunnar verulega.

berast fréttir af því að þessi spá kunni að hafa ræst. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa hið minnsta séð ástæðu til þess að leggja fram fyrirspurn um málið til umhverfisráðs borgarinnar. Þar er bent á að í vetur hafi verið mikill rottu- og músagangur í borginni og óskað svara við þeirri spurningu hvort hakkaðar matarleifar sem sendar eru niður í holræsin séu ein ástæðan fyrir aukinni viðkomu nagdýra í borginni.