Þriðjudagur 23. febrúar 2016

Vefþjóðviljinn 54. tbl. 20. árg.

Stuðningsmenn búvörusamningsins eru andstæðingar bænda.
Stuðningsmenn búvörusamningsins eru andstæðingar bænda.

Þeir sem styðja nýjan búvörusamning hafa horn í síðu bænda. Þeir eru því andvígir að landið sé allt í byggð. Þeir ógna fæðuöryggi og vilja sóa gjaldeyri að óþörfu.

Þannig er það nú.

Það getur engin velvildarmaður góðra bænda óskað þeim þess að búa við slíkt sovétkerfi.

Það bitnar ekki bara á bændum heldur öllum sveitum landsins.

Íslenskur landbúnaður gæti verið svo miklu öflugri en núverandi skipan leyfir og þar með betur tryggt fæðuöryggið.

Sóunin og óhagkvæmnin í kerfinu eykur innflutning á alls kyns aðföngun; tækjum, olíu og áburði.