Þriðjudagur 19. janúar 2016

Vefþjóðviljinn 19. tbl. 20. árg.

Allt frá áfengisverslunum til tæknibólufélaga. Allt frekar en að setja fé í heilbrigðiskerfið.
Allt frá áfengisverslunum til tæknibólufélaga. Allt frekar en að setja fé í heilbrigðiskerfið.

Kári Stefánsson læknir krafðist þess um árið að sett yrðu lög um 26 milljarða ábyrgð skattgreiðenda á viðskiptaævintýrum hans og bandaríska félagsins Decode Genetics. Það var látið eftir honum að opna fyrir þessa ríkisábyrgð sem nam ríflega helmingi af rekstrarkostnaði Landspítalans. Þá sem nú var kvartað undan fjárskorti í heilbrigðiskerfinu. En Kári taldi sín viðskipti mikilvægari en að bæta fé í að sinna veiku fólki.

Nú  gengur Kári hart fram gegn því að ríkissjóður spari sér um 2 milljarða króna á ári í rekstri áfengisverslana. Það fé mætti nýta í heilbrigðiskerfið.

Hvað hefur Kári Stefánsson á móti heilbrigðiskerfinu og veiku fólki?