Fimmtudagur 3. desember 2015

Vefþjóðviljinn 337. tbl. 19. árg.

Umhverfisráðuneytið dreifði því nýlega til fjölmiðla að engin losun gróðurhúsalofttegunda væri frá framræstu landi á Íslandi. Þó er það staðreynd að um 72% árlegrar heildarlosunnar er einmitt frá framræstu landi, líkt og kom fram í svari þess sjálfs í október. Hvað gengur ráðuneytinu til?
Umhverfisráðuneytið dreifði því nýlega til fjölmiðla að engin losun gróðurhúsalofttegunda væri frá framræstu landi á Íslandi. Þó er það staðreynd að um 72% árlegrar heildarlosunnar er einmitt frá framræstu landi, líkt og kom fram í svari þess sjálfs í október. Hvað gengur ráðuneytinu til?

Umhverfisráðuneytið, umhverfisstofnun, Landvernd og Náttúrverndarsamtök Íslands hafa að undanförnu reynt að breiða yfir þá staðreynd að 72% af árlegri losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum stafa frá framræstu landi.

Lengst í þessum feluleik hefur sjálft umhverfisráðuneytið gengið. Jafnvel eftir að tölur um losun frá framræstu landi höfðu verið togaðar út úr ráðuneytinu með töngum hélt það áfram að birta upplýsingar um að losunin væri ekki 72% heldur 0%. Þetta kom meðal annars fram í kynningarefni ráðuneytisins fyrir fjölmiðla nú í lok nóvember.

Hvað í veröldinni gengur þessum aðilum til með því að reyna að afvegaleiða umræðuna um þessi mál?

Er það virkilega hatrið á einkabílnum sem skýrir þetta? Vilja þessir aðilar ekki hafa losunina frá framræsta landinu með í losunartölunum því þá minnkar hlutur fólksbíla úr 13% í 4% af heildarlosuninni?

Eða er bara svona ofboðslega erfitt að viðurkenna að menn hafi verið á algerum villigötum fram til þessa?

Umhverfisráðuneytið, umhverfisstofnun, Landvernd, Náttúrverndarsamtök Íslands, Græna orkan, Orkustofnun og Orkusetur ýmist sváfu algerlega á verðinum eða lögðu því lið á síðasta kjörtímabili þegar vinstri stjórnin hóf að reka landsmenn til kaupa á Dieselbílum í stað bensínbíla og ekki síður þegar leidd var í lög nauðung til að blanda lífolíum í eldsneyti hér á landi. Þessar aðgerðir hafa haft ömurlegar afleiðingar í för með sér, verri mengun og meiri kostnað.

Þær voru byggðar á því að fólksbílar væru helsta uppspretta góðurhúsalofttegunda hér á landi sem reynist svo víðs fjarri.

Hvers vegna er skattgreiðendum gert að fjármagna stofnanir á sviði orku- og umhverfismála sem bregðast svo gersamlega þegar á reynir?