Þriðjudagur 14. júlí 2015

Vefþjóðviljinn 195. tbl. 19. árg.

Það var eins og Vefþjóðviljann grunaði og hafði lagt til fyrir löngu.

Vísasta leiðin til að fá vinstri menn til að samþykkja að þeir, sem fara um náttúruperlur og nýta sér aðstöðuna þar, beri kostnaðinn er að leggja gjöld á bílana og rúturnar sem flytja ferðamennina þangað, kalla gjöldin bíla-eitthvað-gjöld, bílastæðagjöld.

Vinstrið slær aldrei hendinni á móti gjaldtöku af einkabílnum.

Ef að þetta dugar til að losa skattgreiðendur undan kostnaðinum af trampi og prumpi ferðamanna á einhverjum stöðum þá er það bara stórfínt.