Laugardagur 28. febrúar 2015

Vefþjóðviljinn 59. tbl. 19. árg.

Miðað við kort Landmælinga ríkisins er þessi vegur líklega vel fær flestum skipum og bátum.
Miðað við kort Landmælinga ríkisins er þessi vegur líklega vel fær flestum skipum og bátum.

Árlega renna 270 milljónir króna úr vösum íslenskra skattgreiðenda til Landmælinga Íslands. Fyrir það fé getur stofnunin þó A) Ekki gefið út kort B) Ekki gert kortagrunn C) Ekki mælt miðju landsins rétt D) Ekki mælt strandlínu landsins rétt E) Ekki mælt hæð hæstu fjalla landsins F) Ekki unnið stakar landupplýsingaþekjur eins og heimilisfangagrunn, vatnafar, vegagrunn og svo framvegis. 

Þetta kom meðal annars á daginn í vikunni þegar fyrirtækið Loftmyndir sendi frá sér nýjar upplýsingar um lengd og breidd landsins.

Það merkilega er kannski ekki hve glórulaust þetta er, heldur sú staðreynd að fyrir notendur landupplýsinga, skiptir það nákvæmlega engu máli þó svo að ekkert nothæft komi frá stofnuninni annað en fullvissan um að hægt sé að flytja opinber störf út á land.