Fimmtudagur 26. febrúar 2015

Vefþjóðviljinn 57. tbl. 19. árg.

Banki allra landsmanna heyrir undir ríkisstjórn Framsóknarflokksins.
Banki allra landsmanna heyrir undir ríkisstjórn Framsóknarflokksins.

Þingmenn Framsóknarflokksins hljóta að velta því fyrir sér að skipta um starfsvettvang. Svo sterkar skoðanir hafa þeir á rekstri fjármálafyrirtækja, hvernig gjaldskrár þeirra skuli vera, vaxtamunur og ekki síst eðlilegur og samfélagslega ábyrgur hagnaður.

Þetta er greinilega þeirra sérsvið.

En reyndar eru þeir í stjórnarmeirihluta sem rekur einn bankann, Landsbankann, svo það eru hæg heimatökin. 

Liggur ekki beint við að þeir leggi fram lagafrumvarp um gjaldskrá ríkisbankans og leyfilegan vaxtamun hans?

Svo gæti forsætisráðherra lagt til að ríkisbankinn innheimti lán ekki að fullu heldur veiti lánþegum „afsláttinn“ sem þau voru færð á úr gamla Landsbankanum.