Laugardagur 27. september 2014

Vefþjóðviljinn 270. tbl. 18. árg.

Norman Tebbit atvinnumálaráðherra Breta árið 1981.
Norman Tebbit atvinnumálaráðherra Breta árið 1981.

Get on your bike.

Sjálfsagt ætla margir að slagorðið hér að ofan sé komið frá einhverjum rétthugsandi stjórnmálamanni samtímans, grænum og kynjuðum, sem er að gera sitt besta til að spilla ánægju fólks af hjólreiðum með því að gera þær að einhvers konar þegnskyldu og hópefli í stað yndis hvers og eins.

Nei reyndar er það frá árinu 1981, komið frá Norman Tebbit atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher, en atvinnuleysi hafði aukist mjög á fyrstu stjórnarárum járnfrúarinnar. Þegar óeirðarseggir og aðrir mótmælendur fóru með eldi um um Brixton í London í apríl 1981 sagði Tebbit:

Ég ólst upp á fjórða áratugnum hjá atvinnulausum föður. Hann tók ekki þátt í óeirðum. Hann fór um á hjólinu og leitaði að vinnu, og hélt áfram að leita þar til hann fann vinnu.

Get on your bike, varð samstundis að prýðilegu svari við því hvort óeirðir væru mönnum eðlislægar í atvinnuþrefi og erfiðu efnahagsástandi.