Fimmtudagur 21. ágúst 2014

Vefþjóðviljinn 233. tbl. 18. árg.

Eiga menn að fresta kaupum á sjónvarpstækjum fram yfir áramót í trausti þess að vörugjöld verði felld niður og virðisaukaskattur lækki?
Eiga menn að fresta kaupum á sjónvarpstækjum fram yfir áramót í trausti þess að vörugjöld verði felld niður og virðisaukaskattur lækki?

Mann vantar nýtt sjónvarp. Þegar úrvalið er skoðað í raftækjaverslunum er þó ljóst að hann hefur aðeins efni á heldur nýrra sjónvarpi en túpunni sem hann hefur starað á undanfarin 20 ár. Allra nýjustu sjónvörpin kosta mörg hundruð þúsund krónur og þar ef hirðir ríkið 25% vörugjald og 25,5% virðisaukaskatt. Hins vegar má fá fyrraárs imba og færri tommur fyrir innan við tvöhundruð þúsund.

En nú láta stjórnarliðar eins og vörugjöld verði felld niður og hinn almenni virðisaukaskattur verði jafnvel lækkaður gegn því að önnur þrep hans verði felld niður og undanþágur frá greiðslu hans afnumdar.

Of gott til að vera satt? Það er nú það. Ríkisstjórnin, sem hækkað hefur skatta um tugi milljarða og aukið undanþágur og flækjur í skattkerfinu, segist engu að síður hafa lækkað skatta og einfaldað skattkerfið.

Manninum er því væntanlega óhætt að kaupa sjónvarpið nú fyrir áramótin í trausti þess að ríkisstjórnin muni hvorki fella 25% vörugjöldin niður né lækka 25,5% virðisaukaskattinn.