Laugardagur 19. júlí 2014

Vefþjóðviljinn 200. tbl. 18. árg.

Á dögunum varð Vefþjóðviljinn vitni að meiriháttar en þó aðallega minnimáttar her- og flugeldasýningu á þjóðhátíðardegi Frakka í París. Það varð tilefni til að rifja upp að grunnurinn að vestrænu lýðræði og mannréttindum var ekki lagður í Evrópu, hvað þá í morðæði frönsku byltingarinnar, heldur vestan hafs. „Allir menn eru fæddir jafnir…“ og „leitin að hamingju.“

Egill Helgason, starfsmaður Ríkisútvarpsins sem telur að morð á ungmennum beri að skoðast í ljósi synda ferðra þeirra, skrifar á Eyjuna:

Við erum með rúmlega hálfa aðild í gegnum EES og Schengen – og það sem meira er, við njótum góðs af friðnum og stöðugleikanum í Evrópu. Það er engin spurning að síðustu 70 ár á Vesturlöndum hafa verið tími mestu velferðar í sögu mannkynsins. Þetta eru einfaldlega bestu árin. Og þau standa enn, þrátt fyrir smábakslag í kreppu sem hófst 2008.

Hvaðan kom friðurinn í Evrópu síðustu 70 árin? Hann kom yfir Atlantshafið. Það er nánast fáránlegt að Íslendingur, sem man veru hluta af mörg hundruð þúsund bandarískra hermanna í Evrópu hér á Íslandi, skuli tengja friðinn við ESB, EES og Schengen! Schengen!