Fimmtudagur 17. júlí 2014

Vefþjóðviljinn 198. tbl. 18. árg.

Hin glæsilega bifreið Tesla í sínu náttúrulega umhverfi við 700 fermetra hús. Fær ekki frítt í stæði í Reykjavík þótt hann uppfylli kröfur um útblástur í akstri en greiðir ekki vörugjöld til ríkisins þótt hann slíti þjóðvegum til jafns við aðra bíla.
Hin glæsilega bifreið Tesla í sínu náttúrulega umhverfi við 700 fermetra hús. Fær ekki frítt í stæði í Reykjavík þótt hann uppfylli kröfur um útblástur í akstri en greiðir ekki vörugjöld til ríkisins þótt hann slíti þjóðvegum til jafns við aðra bíla.

Í gær vék Vefþjóðviljinn að þeim undarlegheitum að rafmagnsbíllinn Tesla Model S fær ekki „frítt í stæði“ Reykjavíkurborgar þótt hann standist kröfur um útblástur koltvísýrings í akstri.

En þetta er ekki eina mismununin þegar kemur eða Tesla Model S.
Kaup á slíkum bíl eru vart á færi nema auðkýfinga. En örvæntið eigi. Ríkissjóður Íslands veitir auðmanninum 100% afslátt af aðflutningsgjöldum af rafmagnsbílum.

Auðmaður sem kaupir Tesla Model S greiðir því engin vörugjöld en iðnaðarmaðurinn sem þarf stóran og rúmgóðan bíl fyrir fjölskylduna og verkfærin greiðir allt að 65% vörugjöld af sínum bíl. 

Ef iðnaðarmaðurinn kaupir bíl sem kostar 3 milljónir í innkaupum til landsins greiðir hann allt að 2 milljónir í vörugjöld. Auðmaðurinn sem kaupir bíl sem kostar tvöfalt meira í innkaupum til landsins greiðir hins vegar núll krónur í vörugjöld af sínum.

Þetta auðmannadekur var lögfest af ríkisstjórn vinstri grænna og Samfylkingarinnar.