Fimmtudagur 12. júní 2014

Vefþjóðviljinn 163. tbl. 18. árg.

Fáir kipptu sér upp við kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík um leiguíbúðir upp á tugi milljarða.
Fáir kipptu sér upp við kosningaloforð Samfylkingarinnar í Reykjavík um leiguíbúðir upp á tugi milljarða.

Eitt furðuverkið í kosningabaráttunni í síðasta mánuði var lofoð Samfylkingarinnar í Reykjavík um 2500-3000 nýjar leigu og búsetaíbúðir í borginni. Það kostar tugi milljarða að byggja þúsund íbúðir. 

Eiga stjórnmálamenn yfirleitt að skipta sér af því hvort húsbyggjendur leigja íbúðir út, flytja í þær sjálfir eða selja þær næsta manni?
Nei reyndar ekki.

Og hvernig ætla þeir að haga þessari afskiptasemi?

Verður ætluðum leigufélögum veittur forgangur að lóðum eða afsláttur af lóðaverði? Hvað gerist þegar slík félög verða seld og fyrirgreiðsla borgarinnar leyst út?