Fimmtudagur 10. október 2013

Vefþjóðviljinn 283. tbl. 17. árg.

Niðurstöður nýrrar könnunar benda til að fólk kæri sig ekki um að tengjast aðgerðasinnum jafnvel þótt það telji málstaðinn verðugan.
Niðurstöður nýrrar könnunar benda til að fólk kæri sig ekki um að tengjast aðgerðasinnum jafnvel þótt það telji málstaðinn verðugan.

Hér er sagt frá nýrri könnun á viðhorfum fólks til svonefndra „aðgerðasinna“ eða mótmælenda á borð við umhverfissinna og femínista.

Niðurstaðan er áhugaverð þótt hafa megi hefðbundna fyrirvara á slíkum könnunum.

Í útdrætti höfunda segir:

Þrátt fyrir að fólk geri sér grein fyrir nauðsyn breytinga á borð við aukið félagslegt jafnrétti og umhverfisvernd veigrar það sér við því að styðja þær. Menn hafa áður reynt að skýra þessa tregðu með því að rannsaka skynjun fólks á málefnum eða þjóðfélagsbreytingum. Við skoðuðum hins vegar hvort fólk vinni gegn breytingum því það hafi neikvæða ímynd af aðgerðasinnum, mönnunum sem boða breytingarnar. Þátttakendur í rannsókninni höfðu neikvæða ímynd af aðgerðasinnum (femínistum og umhverfissinnum), óháð vettvangi aðgerða, og töldu þá sérlundaða og herskáa. Þessar staðalímyndir draga að auki úr áhuga á að tengjast hefðbundnum aðgerðasinnum og þar með að því laga líf sitt að því sem þeir boða. Þessar niðurstöður benda til þess að staðalímyndir og viðhorf til einstaklinga spili oftar en menn ætla lykilhlutverk í því að hamla þjóðfélagsbreytingum.

Jafn stoltir og margir aðgerðasinnar voru af ofbeldinu og skemmdarverkunum, sem kallað var búsáhaldabylting hér á landi fyrir nokkrum árum, hljóta þeir þegar frá líður að spyrja sig hvort skrílslætin hafi verið málstaðnum til framdráttar.

Sömuleiðis mega aðgerðasinnar í netheimum, betur þekktir sem virkir í athugasemdum, gjarnan velta því fyrir sér hvort stóryrði, níð og persónulegar árásir afli sjónarmiðum þeirra mikils stuðnings.