Fimmtudagur 1. ágúst 2013

Vefþjóðviljinn 213. tbl. 17. árg.

Aukið gistirými á Hólmsheiði. Skattgreiðendur framtíðar greiða sektina fyrir þá ákvörðun að byggja án þess að til séu peningar.
Aukið gistirými á Hólmsheiði. Skattgreiðendur framtíðar greiða sektina fyrir þá ákvörðun að byggja án þess að til séu peningar.

Í fréttum er sagt frá því að jarðvegsvinnu vegna byggingar nýs 3700 fermetra gistirýmis í Reykjavík sé að ljúka. Líkt og sjá má hér á myndinni verður aðstaða öll til fyrirmyndar og ekkert til sparað. 

Hér verður skrefið jafnframt stigið til fulls og allur kostnaður við gistirýmið greiddur beint af skattgreiðendum. Það þykir hagstæðara en að gistingin fái endurgreiddan 25,5% virðisaukaskatt af öllum aðföngum en greiði 7% af gistingunni. 

Viðbótarrefsing fyrir skattgreiðendur er svo að vera læstir úti.