Þriðjudagur 21. maí 2013

Vefþjóðviljinn 141. tbl. 17. árg.

Ætli það reynist jafnvel að siga bresku viðskiptaelítunni á breska kjósendur í ESB kosningum og aðilum vinnumarkaðarins á íslenska kjósendur í Icesave málunum?
Ætli það reynist jafnvel að siga bresku viðskiptaelítunni á breska kjósendur í ESB kosningum og aðilum vinnumarkaðarins á íslenska kjósendur í Icesave málunum?

Svo gæti farið að Bretar greiði á næstu árum um það atkvæði hvort landið verði áfram aðili að Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum myndu breskir kjósendur segja nei við áframhaldandi aðild.

Nú er auðvitað ekki gott að segja hver niðurstaðan verður í atkvæðagreiðslu sem fara á fram eftir tvö til fjögur ár. En þó var lagt eitt lóð á vogarskál þeirra sem styðja úrsögn með forsíðufrétt The Independent í gær.

Þar sagði að helstu viðskiptajöfrar Bretlands teldu það leiða efnahagslegar hörmungar yfir þjóðina ef hún segði skilið við ESB.

Getur ekki einhver sent þeim hinar áhrifaríku hákarlaauglýsingar íslenskra Já-bræðra þeirra úr forystusveit íslensks atvinnulífs?