Vefþjóðviljinn 131. tbl. 17. árg.
Uppnámið undanfarna daga yfir því að formaður Heimdallar tók sem dæmi að hvítvín væri drukkið með humri – þegar allir ættu að vita að kampavín er sjálfgefið – minnti Vefþjóðviljann á svipað upphlaup sem varð á Alþingi 20. janúar 2009, nokkrum mánuðum eftir bankahrunið. Þá var fyrir tilviljun á dagskrá þingsins frumvarp Sigurðar Kára Kristjánssonar og fjórtan annarra þingmanna um að leyfa sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. Frumvarpið hafði verð lagt fram mörgum mánuðum áður. Þingmenn vinstrigrænna töldu það móðgun við ástandið í þjóðfélaginu að slíkt mál væri á dagskrá þingsins.
Á dagskránni var einnig mjög tímabært þingmál vinstrigrænna um eldflaugavarnir Bandaríkjamanna í Póllandi.
Þetta er allt saman rakið í bókinni Búsáhaldabyltingin – sjálfsprottin eða skipulög eftir Stefán Gunnar Sveinsson sagnfræðing. Bókin fæst í Bóksölu Andríks fyrir kr. 2.590. Heimsending innanlands er innifalin í verði.