Föstudagur 29. mars 2013

Vefþjóðviljinn 88. tbl. 17. árg.

Katrín vill flytja allt vald til Brussel en telur nú skyndilega að það sé mikilvægara en flest annað í lífinu að hluthafar banka séu innlendir.
Katrín vill flytja allt vald til Brussel en telur nú skyndilega að það sé mikilvægara en flest annað í lífinu að hluthafar banka séu innlendir.

Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra var spurð að því fyrr í vikunni hvort viðræður væru hafnar við lífeyrissjóði um kaup á Íslandsbanka og Arion banka. Ekki vildi hún kannast við það en sagði hins vegar: 

Mér finnst skipta langmestu máli að þetta séu innlendir aðilar. Mér finnst það skipta mjög miklu máli.

Hvers vegna er mikilvægt að innlendir aðilar eignist þessa banka? Er ekki fínt að hafa erlenda fjárfestingu í landinu? Erlendir hluthafar hafa ef til vill aðgang að þekkingu og fjármagni sem gæti hresst upp á rekstur banka hér. Mega fyrirtæki og heimili ekki njóta þeirrar samkeppni í bankarekstri sem erlent eignarhald gæti leitt af sér? Hvers vegna þessi þjóðernishyggja þegar kemur að bankarekstri? 

Katrín Júlíusdóttir og Samfylkingin vilja sem kunnugt er flytja sjávarútvegsráðuneytið og löggjafarvaldið til Brussel en telja nú skyndilega að það skipti „langmestu máli“ að hluthafar banka séu innlendir.

Þegar boðið er upp á svo fjarstæðukennt yfirvarp er ekki að undra að stjórnarandstöðuna fari að gruna hið versta.