Vefþjóðviljinn 87. tbl. 17. árg.
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins hélt því fram á vef sínum í vikunni að lífeyrissjóðir landsmanna væru að því komnir að kaupa Íslandsbanka og Arion banka af kröfuhöfum föllnu bankanna og þar með ætti að „færa skuldsettan gjaldeyrisvarasjóð þjóðarinnar til hrægammasjóðanna.“
Nú hafa Landssamtök lífeyrissjóða hins vegar sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur „að Landssamtök lífeyrissjóða og einstakir lífeyrissjóðir hafa ekki verið í viðræðum við fulltrúa erlendra kröfuhafa eða slitastjórnir gömlu bankanna um kaup á Íslandsbanka eða Arion banka.“
Framsóknarflokkurinn þarf nauðsynlega á því að halda að vera með réttar upplýsingar um hvað hrægammanarnir svonefndu eru að bauka með þrotabú bankanna. Eru ekki öll kosningaloforð flokksins byggð á gulleggjunum sem hrægammarnir eiga að verpa?