Laugardagur 30. mars 2013

Vefþjóðviljinn 89. tbl. 17. árg.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem lofar lægri sköttum.
Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem lofar lægri sköttum.

Ef að Vefþjóðviljinn mætti fara fram á eitthvað eitt á næsta kjörtímabili þá væri það lækkun skatta.

Vinstristjórnin, sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til valda í janúar 2009, hefur hækkað alla skatta, fundið upp nýja og flækt skattkerfið. Aldrei var spurt hvar heimili og fyrirtæki ættu að taka peninga til að greiða hina auknu og nýju skatta og hærri afborganir lána sem þeim fylgdu. 

Og það er aðeins einn flokkur sem lofar að lækka skattana á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðisflokkurinn lofar meðal annars að lækka tekjuskatt einstaklinga eins og hann kynnir hér.

Ekki mun standa á vinstri mönnum að spyrja „hvar eigi að taka peningana fyrir þessu“ líkt og ríkið eigi einhvern forgang á laun manna.

Útgjöld ríkisins á að laga að tekjum þess en ekki öfugt.