Fimmtudagur 21. mars 2013

Vefþjóðviljinn 80. tbl. 17. árg.

Leiðrétting, stökkbreyting og forsendubrestur eru slagorð dagsins.

Ætlar ekkert framboð, helst eitthvað nýtt framboð um raunverulegt réttlæti, að taka á stökkbreyttu húsnæðisverði? Margir seldu íbúðina sína á árunum milli 1997 og 2005 og sáu eftir því. Þeir hafa ekki fengið neina leiðréttingu. Það varð alger forsendubrestur fyrir sölunni.

Var verra að kaupa eða selja? Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir 250% hækkun að nafnverði frá árinu 1998. Heimild: Þjóðskrá Íslands.
Var verra að kaupa eða selja? Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir 250% hækkun að nafnverði frá árinu 1998. Heimild: Þjóðskrá Íslands.