Miðvikudagur 20. mars 2013

Vefþjóðviljinn 79. tbl. 17. árg.

Þeir sem sitja sveittir yfir skattframtalinu þessa dagana ættu kannski að prófa að setja helstu stærðir af framtalinu sínu inn í Vasareikninn á vef Sigríðar Á. Andersen.

Í Vasareikninum geta menn séð hvaða áhrif það hefði haft ef þeir hefðu bætt við sig 10 þúsund krónum í útseldri vinnu. Það getur farið niður undir 2.500 krónur sem sitja eftir af 10.000 króna vinnu þegar norræna velferðarstjórnin er búin að „jafna“ um menn.

Velkomin í gjaldborgina.