Laugardagur 12. janúar 2013

Vefþjóðviljinn 12. tbl. 17. árg.

Hafnarfjarðarbær keypti á dögunum hlut í íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum þar í bæ. Svo virðist sem bæjarstjórnin hafi ekki viljað að Landsbankinn leysti hlutinn til sín vegna skulda íþróttafélagsins við bankann.

Hvað er þetta með VG og Samfylkinguna, sem stýra Hafnarfjarðarbæ, þegar kemur að því að láta menn taka ábyrgð á lánveitingum? Mega lánveitendur bara alls ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum? Hvar sem þessir flokkar koma gera þeir sitt ýtrasta til að koma ábyrgðinni yfir á skattgreiðendur.

Hvers vegna mátti bankinn ekki fá hlut í íþróttahúsinu í hausinn? Hvers vegna áttu skattgreiðendur í Hafnarfirði skera bankann úr snörunni?

Hvað hefði bankinn gert við hlutinn? Selt hann út í Grímsey þar sem virðist vera fólk sem hefur ekkert heyrt af gjaldþrotum sveitarfélaga vítt og breitt um landið vegna íþróttamannvirkja.