Laugardagur 29. desember 2012

Vefþjóðviljinn 364. tbl. 16. árg.

Birgir Þór Runólfsson dósent í hagfræði hefur undanfarna daga birt á Eyjunni hvern fróðleiksmolann á fætur öðrum um hagsæld og frelsi á Vesturlöndum og hvernig þessir tveir þættir fara saman. 

Í nýjasta pistli sínum ber hann saman landsframleiðslu á mann á Norðurlöndunum og svo norðlægum ríkjum Bandaríkjanna þar sem margir norrænir menn settust að á átjándu og nítjándu öld.

Með pistlinum birtir hann þetta stöplarit og dregur þá ályktun að frelsið vestan hafi skýri betri lífskjör þar vestra en á Norðurlöndunum.