Föstudagur 28. desember 2012

Vefþjóðviljinn 363. tbl. 16. árg.

Tunnur borgarstjórans eru tæmdar strax eftir jólin en aðrir mega bíða fram á næsta ár.
Tunnur borgarstjórans eru tæmdar strax eftir jólin en aðrir mega bíða fram á næsta ár.

Vefþjóðviljinn veik að því nokkrum orðum í gær að sorp væri aðeins hirt tvisvar í jólamánuðinum í stóru „hirðuhverfi“ í Breiðholti. Borgarstjórn Reykjavíkur gerir ekki ráð fyrir að jólagjöfum til Breiðhyltinga hafi verið pakkað inn þetta árið og því mega þeir bíða fram á næsta ár eftir því að ruslabílarnir komi í halarófu að hirða hver úr sinni tunnu, grænu, svörtu og bláu. 

Glöggur lesandi benti þá Vefþjóðviljanum á að í hirðhverfi sjálfs borgarstjórans, Jóns Gnarrs, væri hins vegar gert ráð fyrir að gjafir kæmu innpakkaðar undan jólatrénu og rjúpurnar væru hamflettar áður en þær færu í pottinn. 

Í gær komu tveir sorpbílar, annar að sækja sorp úr bláum tunnum og hinn úr svörtum, í hverfi borgarstjórans.