Þriðjudagur 25. desember 2012

Vefþjóðviljinn 360. tbl. 16. árg.

Jafnaðarmennirnir í stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík hafa gert það að skilyrði fyrir atkvæðisrétti í formannskjöri í Samfylkingunni að menn hafi greitt 4.000 krónur í félagsgjald.

Árgjaldið, sem allir landsmenn greiða Samfylkingunni og öðrum stjórnmálaflokkum og nemur nokkur hundruð milljónum á ári, virðist því ekki duga flokknum nú þegar líður að formannskjöri milli Árna Páls Árnasonar og Guðbjarts Hannessonar.

Það virðist heldur ekki duga Samfylkingunni að eiga öfluga bakhjarla á borð við hundraða milljóna félögin Alþýðuhús Reykjavíkur, Fjölni og Fjálar og Sigfúsarsjóð sem leggja flokknum til húsnæði við Hallveigarstíg.

Að minnsta kosti ekki rétt á meðan Guðbjartur tekst á við Árna Pál.