Helgarsprokið 30. september 2012

VG fór með stjórn Álftaness fyrir hrun og formaðurinn hefur nú forgöngu um að skattgreiðendur alls staðar af landinu bæti tap þeirra einkaaðila sem lánuðu sveitarsjóðnum fé sem hann getur ekki endurgreitt.
VG fór með stjórn Álftaness fyrir hrun og formaðurinn hefur nú forgöngu um að skattgreiðendur alls staðar af landinu bæti tap þeirra einkaaðila sem lánuðu sveitarsjóðnum fé sem hann getur ekki endurgreitt.

Vefþjóðviljinn 274. tbl. 16. árg.

Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt frá því að hann hefi gert sig landsstjórabreiðan á kostnað Grikkja á hótelgöngum á fundum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ástæðan er fyrst og fremst sú að hér var uppgjör á þrotabúum bankana látið þrotabúum þeirra eftir en ekki skattgreiðendum eins og til að mynda á Grikklandi, Írlandi og víðar. 

Steingrímur studdi þó ekki neyðarlögin svonefndu sem lögðu grunn að þessu.

En síðan Steingrímur tók við stjórnartaumunum hér á landi hefur fjölda fjármálafyrirtækja verið veitt aðstoð ríkissjóðs til að halda starfsemi sinni áfram eða koma í veg fyrir að lánveitendur þessara fyrirtækja taki ábyrgð á ógætilegri hegðun sinni. 

Og Steingrímur og félagar hafa ekki látið þar við sitja. Flokkssystir hans sem stýrir Hafnarfirði fór fyrir miklum björgunarleiðangri fyrir Depfa bankann sem lánaði sveitarsjóðnum fráleitar fjárhæðir. Um það segir í leiðara Viðskiptablaðsins í vikunni: 

Þetta kom berlega í ljós þegar Hafnarfjörður stóð ekki undir láni til gjaldþrota Depfa bank. Depfa tók fífldjarfa ákvörðun og átti enga sérstaka heimtingu á að varpa kostnaðinum af henni yfir á almenning í Hafnarfirði. Vísbending um hversu biluð ákvörðun Depfa var, þá kom fram á fundi bæjarráðs 1. apríl 2008, að kjörin á láninu væru umtalsvert betri en bæði ríkissjóði og bönkum væri boðið. Áhættuálag Hafnarfjarðar var 80 punktar en ríkissjóðs 400 punktar og bankanna um 1000.

Nýjasta dæmið er svo svonefnd sameining Álftaness og Garðabæjar með 1.200 milljóna króna brúðkaupsgjöf skattgreiðenda alls staðar af landinu. Vefþjóðviljinn hefur áður vikið nokkrum orðum að þessu bralli og bent á að það sé auðvitað staðreynd að sum lán fáist aldrei endurgreidd að fullu. Um málefni Álftarness sagði svo í leiðara Viðskiptablaðsins:

Íbúakosning um sameiningu Álftaness og Garðabæjar fer fram 20. október næstkomandi. Þá þarf meirihluti í báðum bæjar­ félögum að samþykkja sameininguna sem er skilyrði fyrir því að jöfnunarsjóðurinn leggi til 1.200 milljónir í meðgjöf. Það jafn­ gildir um hálfri milljón á hvern íbúa á Álftanesi. Þeir sem greiða reikninginn, skattgreiðendur í öðrum sveitarfélögum, eru einskis spurðir.

 Þeir geta bara farið í sund á Álftanesi.

En því má heldur ekki gleyma að vinstrigrænir voru í forystu á Álftanesi fyrir hrun bankanna. Það minnkar sjálfsagt ekki líkurnar á því að Steingrímur og félagar reyni að leysa skuldamál sveitarfélagsins hljóðalítið á kostnað annarra skattgreiðenda í landinu.