Fimmtudagur 27. september 2012

Vefþjóðviljinn 271. tbl. 16. árg.

Það er mikil gróska í bókaútgáfu á Íslandi. Frá aldamótum hafa íslenskir bókaútgefendur gefið út að meðaltali um fjórar bækur á dag, af tölum af vef hagstofunnar að dæma. Af þessum fjórum eru jafnan þrjár íslensk verk og ein þýðing.

Bók þarf sennilega að seljast í um þúsund eintökum til að komast vel yfir núllið svo að ekki skortir bjartsýnina á þessum vettvangi.

Bóksala Andríkis býður ekki hvað sem er úr þessu mikla vali heldur á fimmta tug bóka sem gætu höfðað til þeirra sem heimsækja Vefþjóðviljann sér til ánægju eða ergelsis.

Hér að neðan er hluti úrvalsins en sjálfsagt er best að heimsækja vef bóksölunnar til að sjá hvað þar er í boði.