Þriðjudagur 24. júlí 2012

Vefþjóðviljinn 206. tbl. 16. árg.

Eitt svar við öllu. Fréttamenn mættu af tillitssemi spyrja fjármálaráðherrann um þurrkinn í sumar. &#8222Hér varð hrun.&#8220
Eitt svar við öllu. Fréttamenn mættu af tillitssemi spyrja fjármálaráðherrann um þurrkinn í sumar. &#8222Hér varð hrun.&#8220

Með ríkisreikningi kom nýverið í ljós að á síðasta ári var halli á rekstri ríkissjóðs 89 milljarðar króna. Það er ríflega 43 milljörðum króna hærri fjárhæð en fjárlög gerðu ráð fyrir. Hallinn nemur 18% af heildartekjum ársins eða 5,5% af landsframleiðslu. Það samsvarar einnig nær öllum tekjuskatti sem einstaklingar greiddu ríkinu á síðasta ári. Nær sjötta hver króna sem ríkið eyddi var tekin að láni. 

Þessar fréttir hafa sjálfsagt komið ýmsum félögum í vinstri hreyfingunni grænu framboði á óvart því þeir höfðu þá nýlokið lestri bréfs frá flokksforystunni um glæstan árangur í efnahagsmálum sem vonandi myndi spyrjast vel út fyrir kosningar.

Að þessu tilefni nefndi Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins að spara þyrfti í rekstri ríkisins og leita til þess allra leiða. 

Fyrir þessa sjálfsögðu hvatningu hefur Bjarni uppskorið mikla gagnrýni. Gagnrýnendur hans láta eins og það séu óvenjuleg öfgasjónarmið að endar skuli ná saman í opinberum rekstri. Þó eru aðeins nokkur ár síðan ýmis stærstu fyrirtæki landsins og sveitarfélög urðu afvelta vegna þess að endar náðu ekki saman. Og sjálfur þurfti ríkissjóður Íslands að leita sér bjargar erlendis þegar hann tók á sig skuldbindingar langt umfram efni. Auk þess blasa nú við dæmin vítt og breitt um Evrópu hvað það getur þýtt láta reka á reiðanum í opinberum fjármálum. 

Skilningsleysið á þessu er svo undirstrikað með því að svara öllu og öllum með þulunni „hér varð hrun“.  Já nákvæmlega.