Föstudagur 11. maí 2012

Vefþjóðviljinn 132. tbl. 16. árg.

Forsetaframbjóðendur undirbúa sig nú af kappi fyrir kjör til hins óþarfa embættis. Alvöru frambjóðendur til óþarfs embættis stofna að sjálfsögðu um sig stuðningsmannafélag. 

Í gær birtist á vef Ríkisskattstjóra tilkynning um stofnun nýs félags sem af nafninu að dæma virðist til stuðnings Ólafi Ragnari Grímssyni.

Þetta væru ef til vill lítil tíðindi ef ekki væri þegar til slíkt stuðningsmannafélag, sem stofnað var árið 1996 þegar Ólafur fór fyrst í framboð.

Nú má auðvitað vera að svo stórbrotinn frambjóðandi þurfi og verðskuldi fleiri en eitt stuðningsmannafélag. Nema gamla stuðningsmannafélagið hafi snúið baki við Ólafi Ragnari. 

En á þessu er sjálfsagt jafn trúverðug og traustvekjandi skýring og á skuldamálum Alþýðubandalagsins, auðlegð Sigfúsarsjóðs, Alþýðuhúss Reykjavíkur, Fjölnis og Fjálars og fjármálum útgáfufélags Smugunnar.