Fimmtudagur 15. mars 2012

Vefþjóðviljinn 75. tbl. 16. árg.

Steingrímur J. Sigfússon ráðherrann lýsti því í Landsdómi í fyrradag að hann hefði varað við þróun bankamála fyrir hrun en enginn hlustað. Hann tíndi til dæmi um það frá árinu 2005.

Steingrímur skrifaði líka um bankana í bók sinni Við öll – velferðarsamfélag á tímamótum sem kom út haustið 2006, ári eftir að Steingrímur varaði allt og alla við. 

Þar segir hann á síðu 82 um íslensku bankana:

Höfundi er ljúft og skylt að viðurkenna að margir harðduglegir og áræðnir forystumenn í íslenska fjármálaheiminum hafa náð miklum árangri í starfi, vöxtur fjármálageirans og landvinningar hafi verið ævintýri líkastir.

Jafnvel hinn orðhagi Björgvin Guðni hefði ekki getað orðað þetta betur.

Vefþjóðviljinn man raunar aðeins eftir einni sambærilegri lýsingu á yfirnáttúrulegum atburðum í fjármálum Íslendinga fyrir hrun. Það var þegar Egill Helgason sagði það vera „kraftaverki“ líkast hve fljótt gengi á höfuðstól lána í erlendri mynt.