Vefþjóðviljinn 68. tbl. 16. árg.
Og Vefþjóðviljinn hefur ekki fengið nóg af undarlegum táknmyndum í dag. Hér hefur áður verið vikið að myndbandi sem ráðherraráð Evrópusambandsins lét gera til að minna á samhæfingarstarf sitt: Hleðslutæki í dag, súpur á morgun.
Nú er því haldið fram að stækkunarskrifstofa Evrópusambandsins hafi einnig látið gera myndbandið „Stækkum saman“ en dregið það snarlega til baka vega misjafnra viðbragða. Ráðherraráðinu hefur láðst að samræma viðbrögð áhorfenda.
Sem fyrr varar Vefþjóðviljinn við nettilboðum um stækkanir.