Miðvikudagur 8. febrúar 2012

Vefþjóðviljinn 39. tbl. 16. árg.

Ögmundur stjórnarformaður LSR gat hafnað fjárfestingu í álveri en ekki í &#8222braskinu.&#8220
Ögmundur stjórnarformaður LSR gat hafnað fjárfestingu í álveri en ekki í &#8222braskinu.&#8220

Ögmundur Jónasson skýrði landsmönnum frá því í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi að lífeyrissparnaður landsmanna „byggist á braski.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ögmundur tjáir sig um fjárfestingar lífeyrissjóða. Í ágúst 2001 sagði Vefþjóðviljinn svo frá:

Ögmundur Jónasson, sem er á sama tíma þingmaður, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) hefur sem kunnugt er hafnað því að LSR taki þátt í að kanna hagkvæmni þess að taka þátt í fjármögnun álvers á Austurlandi. Skýringin sem Ögmundur gefur á því að hann þvertekur fyrir að sjóðurinn komi nokkuð nálægt álversframkvæmdum er að þar sé um áhættufjárfestingu að ræða. Þess vegna er ekki einu sinni hægt að kanna kosti eða ókosti fjárfestingarinnar.

Nú kemur Ögmundur hins vegar og segir að kerfið sem undir hans stjórn gat hafnað „áhættufjárfestingu“ í álveri austur á landi, án þess sem svo mikið að líta á hana, hafi verið „byggt á braski.“

Hvers vegna hafnaði Ögmundur stjórnarformaður ekki þátttöku í „braskinu“ eins og í álverinu?

Hann vildi ekki taka þátt í fjármögnun framleiðslufyrirtækis en keypti og seldi fram og til baka í FL-Group.