Vefþjóðviljinn 35. tbl. 16. árg.
Sumir láta eins og engar reglur hafi gilt um fjármálastarfsemi hér á landi fyrir bankahrunið. Um leið vilja þeir að helst allir sem komu að rekstri fyrirtækja fyrir hrunið verði fangelsaðir fyrir lögbrot. Að lokum kemur svo fram hjá þessum hópi að Íslendingar geti allt eins gengið í ESB því búið sé að leiða flestar reglugerðir sambandsins í íslensk lög, þar með taldar reglur um fjármálastarfsemi.
Fyrir þremur árum rakti Vefþjóðviljinn helstu lög um fjármálstarfsemi og Andríki birti heiti reglugerðanna í dagblaðsauglýsingu. Þótt örsmátt letur væri notað dugði ekki minna en heilsíða undir herlegheitin.
Fyrir viku sagði Fréttablaðið frá EES samningnum en norsk stjórnvöld hafa nýlega látið skoða hann ofan í kjölinn. Blaðið birti þessa mynd með frásögninni.
Þrátt fyrir 7 þúsund tilraunir tókst engum skriffinni í Brussel að semja tilskipun sem komið gat í veg fyrir fjármálahrunið á Íslandi.
Draumurinn um regluna sem gerir alla banka óforgengilega lifir þó enn.