Laugardagur 19. nóvember 2011

Vefþjóðviljinn 323. tbl. 15. árg.

Seðlabönkum ríkja og ríkjasambanda er ætlað að fínstilla efnahagslífið með því að breyta vöxtum og peningamagni. Seðlabankar eiga að „slá á þensluna“ með vaxtahækkunum og „fá hjól efnahagslífsins til að snúast“ með vaxtalækkunum.

Seðlabanki Íslands hefur í þessum tilgangi sérstaka verðlagsnefnd fjármagns, peningastefnunefndina, þar sem sitja fimm ágætir einstaklingar sem er ætlað að þekkja hvað hinir 300 þúsund ætla að gera núna og á næstunni; fjárfesta, eyða eða spara.

Hversu raunhæft er þetta verkefni? Er líklegra að ríkisstofnanir viti hvenær menn ætla að eyða fé en í hvað?

Er jafnvel hugsanlegt að þetta fikt eigi þátt í verðbólum og fjöldagjaldþrotum sem plaga heimsbyggðina með taktföstum hætti?

Gæti myndin hér að ofan af húsnæðisverði á Vesturlöndum verið vísbending um hvernig seðlabönkum heimsins gangi að jafna sveiflur og tryggja stöðugleika?

Er þetta ekki bara nákvæmlega sú rússíbanareið sem austurrísku hagfræðingarnir, Mises, Rothbard og Hayek, sögðu að myndi alltaf fylgja skömmtunarvaldi ríkisins í peningamálum?