Þriðjudagur 8. nóvember 2011

Glöggir lesendur veittu því athygli í gærkvöldi að nokkur breyting varð á vefnum sem spunninn er um útgáfu Vefþjóðviljans og annað brölt Andríkis. Þessar breytingar voru gerðar að frumkvæði nokkurra velunnara félagsins sem töldu ótækt að vefurinn væri ekki viðriðinn RSS, Facebook, Twitter og hvað það heitir allt saman. Þeim eru færðar bestu þakkir.

Þrautgóðir vefarar hafa því undanfarna mánuði mátt þræða vandratað einstigi milli kröfu um alla helstu tækni og engra raunverulegra breytinga. Kærar þakkir fyrir það.

Sem fyrr ber að þakka hinum einstaka hópi sem styður Andríki með mánaðarlegum framlögum eða stöku innleggi á reikning félagsins. Margir í þeim hópi hafa fylgt félaginu í nær hálfan annan áratug og gert allt starf þess, bókaútgáfu, auglýsingar, viðhorfskannanir og rekstur bóksölu, auðveldara. Hér má slást í þann góða hóp.