Þriðjudagur 11. október 2011

284. tbl. 15. árg.     

Að sögn tölvulæsra drengja í 10. bekk mun nú þegar vera mögulegt að smella, tísta og pota á lýðnetinu. Svo nokkuð sé nefnt af kostum netsins.

Í gær voru sagðar af því fréttir að Reykjavíkurborg hafi leitað eftir láni hjá Evrópska fjárfestingarbankanum til að bæta stöðu reiðhjólamanna í borginni. Víðast hvar er þó hægur vandi að hjóla um bæinn. Þegar veður leyfir. Vont veður er 64,5% af þeim hindrunum sem mæta hjólreiðamönnum í Reykjavík, 10% er tollur á reiðhjól og 25,5% virðisaukaskattur.

Vefþjóðviljinn gætti fullrar stillingar þegar hann heyrði af þessari lánsfjárleit borgarinnar og jafnvel þegar hann heyrði að um væri að ræða lán í erlendri mynt. Óvitarnir fá nú varla mikið lánað þarna. Ríkisstjórnin var búin að lofa því sem sérstakri aukagetu að þessir evrópsku byggðasjóðir myndu skella á nefið á Íslendingum ef þeir höfnuðu hlutverki þrælsins í Icesave.

En svo kom fjárhæðin sem Dagur B. Eggertsson og félagar hafa óskað eftir: Fjögurþúsund milljónir króna eða 25 milljónir evra.

Hvar láta menn klípa sig netinu?