Fimmtudagur 15. september 2011

258. tbl. 15. árg.

T veir sérstakir sérfræðingar iðnaðarráðherrans mættu í fréttir í fyrrakvöld og boðuðu stofnun ríkisolíufélags því þannig mætti „halda utan um þekkinguna“ á bestan hátt og laða að erlent fjármagn. Þetta er að vísu skemmtileg hugmynd að því leyti að tækist ríkisstjórninni að koma þessu á koppinn bættist en í bikaraskápinn hjá vinstri grænum þótt tímabilið sér aðeins hálfnað: AGS, ESB, Icesave, Magma, árásarstríðið gegn Líbýu og allt það. Fyrirtæki sem framleiddi orkugjafann sem er meginuppspretta gróðurhúsalofttegunda af manna völdum færi vissulega vel í skápnum.

En af því að Vefþjóðviljinn er alltaf að hugsa um hag skattgreiðenda færi ekki best á því að hið margreynda þekkingarsetur ríkisins í atvinnumálum, Byggðastofnun, tæki að sér að „halda utan um þekkinguna“ í þessum efnum? Þarf nokkuð nýja ríkistofnun utan um þetta mál þegar allt er til staðar nú þegar á Byggðastofnuninni?