Fimmtudagur 23. júní 2011

174. tbl. 15. árg.

K raftaverkin gerast enn, segja menn stundum og eiga þá yfirleitt við eitthvað sem búið er að koma í verk. Á forsíðu Fréttablaðsins í dag eru hins vegar boðuð sannkölluð kraftaverk í stjórnmálum með haustinu. „Kjördæmapot upprætt af fjárlaganefnd“, segir í fyrirsögn blaðsins. Í undirfyrirsögn segir svo: „Alþingi mun ekki úthluta styrkjum til samtaka, félaga og einstaklinga frá og með næsta ári. Styrkirnir hafa verð gagnrýndir sem fyrirgreiðslur og kjördæmapot og þótti fjárlaganefnd tímabært að breyta fyrirkomulaginu.“

Kraftaverkið er þó ekki svo afgerandi að Alþingi ætli að hætta þessum styrkveitingum og skila fénu til réttmætra eigenda með skattalækkunum.

Nei, hugguleg nefnd á vegum fjárlaganefndar hefur komist að þeirri niðurstöðu að með því að láta alls kyns undirnefndir og nefndir út í bæ, ráðuneyti og sveitarfélög úthluta úr sjóðum – sem fjárlaganefndin skammtar í – megi uppræta hagsmunapot. Það hlýtur hver maður að sjá að slíkir sjóðir eru alveg undanþegnir reiptogi sérhagsmuna

Atvinnutryggingasjóður, byggðastofnun, íbúðalánasjóður, ríkisbankar, kvikmyndasjóður, starfslaunasjóður listamanna, ráðstöfunarfé ráðherra, Álftanes, Hafnarfjörður…