Fimmtudagur 16. júní 2011

167. tbl. 15. árg.

S íðla árs 2007 og fram eftir ári 2008 var talsvert rætt um „stóra lánið“ sem ríkissjóði var ætlað að slá einhvers staðar erlendis á einhverjum kjörum til að eiga þess kost að dæla fjármagni í íslensku bankana og styðja við íslensku krónuna. Talan sem oftast var nefnd í þessu sambandi var 1.000 milljarðar króna – í erlendri mynt. Slíkt lán væri eitt og sér um 130% af landsframleiðslu í dag. Ekkert hefur komið fram sem bendir til að ríkissjóður hafi átt kost á slíku láni og ekki er heldur með öllu ljóst hve hart ráðamenn hér gengu fram í afla slíks láns. Hverjir það voru sem þrýstu á um „stóra lánið“ er sömuleiðis á reiki en væntanlega er enginn þeirra stoltur af þeirri tillögu sinni í dag.

Hitt má vera klárt að ef Ísland hefði verið aðili að evrunni og sjóðum Evrópusambandsins hefði „stóra lánið“ staðið Íslendingum til boða og gerð hefði verið tilraun til að lappa upp á bankana með dýrkeyptari hætti en raun varð á. Spyrjið bara Íra.

Í grein í The Wall Street Journal í dag víkur Ásgeir Jónsson hagfræðingur að muninum á þeirri leið sem Íslendingar neyddust til að fara haustið 2008 og svo þeirri sem írskir stjórnmálamenn völdu:

There may be no better contrast between restructuring versus bailouts than to compare Iceland to Ireland. Dublin faced the same predicament as Reykjavik in 2008, but responded with a blanket guarantee that turned Irish taxpayers’ money into collateral for Irish banks’ debts. Ratings agencies and so-called experts hailed the move at the time, in part because Dublin had the euro and the mighty German state vouching for its credibility. But Iceland’s experience of botched government takeovers and private-capital flight has also played out in Ireland—only much more slowly and, arguably, more painfully.

The crucial difference between Iceland and Ireland is that Icelandic taxpayers relinquished responsibility for their banks’ bondholders, while their Irish counterparts are on the hook for their banks’ crushing debts. Even worse, we may not yet have seen the full scale of the Irish banking system’s losses, given that it remains on government life support.

Ásgeir lýkur svo grein sinni á þessum orðum í tilefni af því að ríkissjóði Íslands lánaðist í síðustu viku að selja skuldabréf á alþjóðlegum markaði:

Europe’s bailout path has only diverted ever-more resources to failing enterprises, postponing and deepening the problem. Iceland’s restructuring was both painful and costly for the population, but the government did not throw good money after bad, and the taxpayers were spared a nationalization of private debts. Is it any wonder that forward-looking financial markets are now betting on the Icelandic recovery?

Í ánægjunni yfir því hve betur en Írar Íslendingar kunna að standa má samt ekki gleyma því að skuldir ríkissjóðs eru einhvers staðar á bilinu 80 – 100% af landsframleiðslu. Íslenska ríkið er hluthafi í öllum viðskiptabönkunum og á 50 – 100% hlut í sex af ellefu sparisjóðum landsins, búið er að endurvekja innlánstryggingakerfi sem allir viðurkenna að veitir aðeins falskt öryggi og ríkið rekur áfram seðlabanka sem ætlað er að taka skell ef bankarnir lenda í vandræðum.

Það eru því allar forsendur fyrir því að næsta fjármálakreppa skelli af sama þunga á íslenskum skattgreiðendum og sú síðasta. En þá er ekki víst að Íslendingar verði svo heppnir að stjórnmálamönnunum verði allar „bjargir“ bannaðar.