Fimmtudagur 9. júní 2011

160. tbl. 15. árg.

F yrrverandi framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar ritstýrir Eyjunni þar sem fyrrverandi ritstjóri kosningabæklings R-listans mun helsta skrautfjöður á eftir Illuga Jökulssyni sem einnig starfaði að kosningaáróðri R-listans. Á sunnudaginn sagði framkvæmdastjórinn fyrrverandi af því „frétt“ að 21% styrkja fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins á árunum 2007 til 2009 hefði komið frá fyrirtækjum í sjávarútvegi. Með því að taka árið 2008 út úr mátti koma þessari tölu upp í 45% og það var auðvitað fyrirsögn fréttarinnar á Eyjunni: „Fjármál Sjálfstæðisflokksins: Styrkir úr sjávarútvegi 45% af framlögum fyrirtækja árið 2008.“

Þessar upplýsingar hafa verið aðgengilegar á netinu um árabil svo að hér var ekki um mikla uppljóstrun að ræða. Og mætti ekki segja að það komi svolítið á óvart að aðeins 21% styrkja fyrirtækja til Sjálfstæðisflokksins komi úr þessum öfluga atvinnuvegi? En það voru auðvitað ekki skilaboðin frá Eyjunni.

Skilaboðin Eyjunnar skoðast í því ljósi að vinstri stjórnin reynir um þessar mundir að taka réttindi af sjávarútvegsfyrirtækjum. Ætlun stjórnarinnar er að úthluta þessum réttindum á nýjan leik að pólitískum kenjum. Svonefndar strandveiðar undanfarin ár eru aðeins upphitun að þessari pólitísku skömmtun. Eins og komið hefur fram í fréttum stunda nú margir strandveiðar eftir að hafa selt réttindi sín í almenna kerfinu til þeirra sem ríkisstjórnin ætlar nú að svipta rétti.

Og er hægt að finna betri réttlætingu fyrir að því að svipta fyrirtæki eignarréttindum en að þau hafi gerst sek um fjárstuðning við Sjálfstæðisflokkinn? Er ekki sjálfsagt að gera eignarréttindi slíkra fyrirtækja upptæk og úthluta þeim að þótta norrænu velferðarstjórnarinnar?

Það er vafalaust rétt metið hjá fyrrverandi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar að í stjórnarliðinu – liðinu sem stendur að fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi – er að finna fólk sem gæti þótt sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar girnilegra þegar það trúir að um leið og það styður frumvarpið taki það þátt í pólitískum ofsóknum gegn atvinnulífinu.

Á hugamenn um skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda um allan heim hafa vaxandi áhuga á kvótakerfum við nýtingu auðlinda sjávar. Náttúruverndarmennirnir hjá PERC í Montana í Bandaríkjunum hefur sett saman lítið myndband um kosti kvótakerfa í sjávarútvegi.

Menn hafa áttað sig á að með kvótakerfum getur farið saman blómlegur atvinnuvegur byggður á skýrum eignarréttindum og vernd fiskistofna. Hér á landi stefnir flokkurinn sem kennir sig ótt og títt við náttúrvernd hins vegar að því að leiða Íslendinga aftur inn í kerfi þar sem atvinnugreinin verður háð pólitískum duttlungum, nýtingarréttur þynntur út og sjávarútvegsfyrirtækin sjái ekki viðgang fiskistofna sem langtímahagsmuni sína.