Miðvikudagur 8. júní 2011

159. tbl. 15. árg.

Í dag sagði Ríkisútvarpið frá þeim tíðindum að komið væri út nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar, en það tímarit kemur út fjórum sinnum á ári, undir ritstjórn Guðmundar Andra Thorssonar.

Enginn þarf að efast um Ríkisútvarpið muni segja vandlega frá því, næst þegar kemur nýtt hefti af tímaritinu Þjóðmálum, en það tímarit kemur út fjórum sinnum á ári, undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.

Æ tlar enginn fjölmiðill að spyrja Sigmund Erni Rúnarsson alþingismann hvort hann styðji með atkvæði sínu ráðherradóm manna sem, að mati hans sjálfs, stóðu fyrir því sem alþingismenn að ákæra mann með röngum og lítilmannlegum hætti, svo orðalag hans sjálfs sé notað?

A tlantshafsbandalagið, þar sem Ísland er aðili og hefur neitunarvald á allar aðgerðir, hefur ákveðið að halda áfram árásum sínum á Líbíu. Vinstristjórnin Vinstrigrænna og Samfylkingar gat hindrað þá ákvörðun en ákvað greinilega að gera það ekki.

B ók Björns Bjarnasonar, Rosabaugur yfir Íslandi, er í efsta sæti nýs bóksölulista Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar, sem gefinn var út í dag. Listinn tekur til sölu í verslunum um land allt. Þessi mikla sala þarf ekki að koma á óvart. Bókin fæst einnig í Bóksölu Andríkis og er heimsending innanlands innifalin í verði þar. Við erlendar pantanir bætist hins vegar 600 króna sendingargjald.